Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 514, 143. löggjafarþing 91. mál: skaðsemisábyrgð (ábyrgð dreifingaraðila, EES-reglur).
Lög nr. 3 20. janúar 2014.

Lög um breytingu á lögum um skaðsemisábyrgð, nr. 25 27. mars 1991 (ábyrgð dreifingaraðila).


1. gr.

     2. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Einnig skal greiða bætur fyrir tjón á hlut ef tjónið er að lágmarki 500 evrur eða samsvarandi fjárhæð í íslenskum krónum, að því tilskildu að hlutur sá sé samkvæmt gerð sinni venjulega ætlaður til einkanota eða einkaneyslu og sá sem fyrir tjóni varð hafði hlutinn aðallega til einkanota eða einkaneyslu. Lögin taka ekki til skemmda á hinni gölluðu vöru sem tjón hlaust af.

2. gr.

     Í stað orðanna „Evrópureikningseininga (ECU)“ í 8. gr. laganna kemur: evra.

3. gr.

     10. gr. laganna orðast svo:
     Dreifingaraðili ber ábyrgð á skaðsemistjóni skv. 2. gr. nema hann sýni fram á að tjónið verði ekki rakið til sakar hans eða vanrækslu.
     Dreifingaraðili ber ábyrgð beint gagnvart tjónþola og síðari dreifingaraðilum á tjóni sem fellur undir ákvæði 2. gr. að svo miklu leyti sem tjónið verður rakið til sakar eða vanrækslu af hálfu framleiðanda eða fyrri dreifingaraðila í aðfangakeðjunni.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. janúar 2014.