Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 528, 143. löggjafarþing 139. mál: dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim (sjúkdómalistar og reglugerðarheimild).
Lög nr. 4 23. janúar 2014.

Lög um breytingu á lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum (viðaukar og reglugerðarheimild).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „smitsjúkdóm, sem tilgreindur er í viðaukum 1A og 1B með lögum þessum“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: tilkynningarskyldan sjúkdóm, sbr. reglugerð skv. 2. mgr. 7. gr.
  2. Í stað orðanna „sem tilgreindur er í viðauka 2“ í 3. mgr. kemur: sem er skráningarskyldur sjúkdómur, sbr. reglugerð skv. 2. mgr. 7. gr.


2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „sem tilgreindir eru í viðaukum 1A og 1B“ kemur: sem eru tilkynningarskyldir, sbr. reglugerð skv. 2. mgr.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ráðherra skal setja reglugerð um flokkun smitsjúkdóma. Þar skal tilgreina hvaða sjúkdómar eru tilkynningarskyldir og hvaða sjúkdómar eru skráningarskyldir. Þá skal flokka tilkynningarskylda sjúkdóma í alvarlega sjúkdóma eða aðra sjúkdóma, eftir því sem við á.


3. gr.

     Í stað orðanna „þeirra dýrasjúkdóma sem taldir eru upp í viðaukum 1A, 1B og 2“ í 1. málsl. 8. gr. laganna kemur: tilkynningarskyldra og skráningarskyldra sjúkdóma, sbr. reglugerð skv. 2. mgr. 7. gr.

4. gr.

     Í stað orðanna „sjúkdómum sem taldir eru upp í viðauka 1A með lögum þessum“ í 1. málsl. 17. gr. laganna kemur: alvarlegum tilkynningarskyldum sjúkdómum sem taldir eru upp í reglugerð ráðherra skv. 2. mgr. 7. gr.

5. gr.

     Í stað orðanna „taldir eru upp í viðauka 1A“ í 18. gr. laganna kemur: alvarlegum tilkynningarskyldum sjúkdómum sem taldir eru upp í reglugerð ráðherra skv. 2. mgr. 7. gr.

6. gr.

     Viðaukar 1A, 1B og 2 við lögin falla brott.

7. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. janúar 2014.