Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 260. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 551  —  260. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur
um meint peningaþvætti í íslensku bönkunum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Er íslenskum stjórnvöldum kunnugt um rannsókn bresku leyniþjónustunnar á meintu peningaþvætti í íslensku bönkunum árið 2005, sem fjallað er um í bókinni Meltdown Iceland eftir Roger Boyes og, ef svo er, hverjar niðurstöðurnar eru?

    Ráðuneytið býr ekki yfir vitneskju um það atriði sem fyrirspurnin beinist að. Vakin er athygli á því að skv. 14. tölul. 4. gr. forsetaúrskurðar nr. 71/2013, með síðari breytingu, falla mál er snerta peningaþvætti undir málefnasvið innanríkisráðuneytis og málefni er lúta að fjármálaeftirliti falla undir verksvið fjármála- og efnahagsráðuneytis, sbr. 8. tölul. 2. gr. sama úrskurðar.