Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 369. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 678  —  369. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um koltrefjaframleiðslu á Íslandi.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvert er mat ráðherra á samkeppnishæfni Íslands á sviði koltrefjaframleiðslu í ljósi nýlegrar alþjóðlegrar samkeppnisgreiningar á vegum Íslandsstofu og fleiri aðila?
     2.      Hefur ráðherra upplýsingar sem styðja enn frekar niðurstöður í ársskýrslu Íslandsstofu frá 2012 um að samkeppnisgreiningar sýni að alþjóðlegir framleiðendur geti sparað stórar fjárhæðir með fjárfestingu hér á landi í framleiðslu koltrefja þótt gengið sé út frá tiltölulega háu raforkuverði?
     3.      Getur fríverslunarsamningur Íslands og Kína aukið samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði og ef svo er, þá hvernig?
     4.      Hvað hefur einkum verið gert af hálfu stjórnvalda, Íslandsstofu og í samstarfi við orkufyrirtæki til þess að laða koltrefjaiðnað til Íslands?
     5.      Hvaða staðir á landinu koma einkum til greina þegar litið er til uppbyggingar koltrefjaiðnaðar á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.