Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 428. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 767  —  428. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um laun og hlunnindi vegna
aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hver hafa verið laun og hlunnindi aðalsamningamanns og formanns samninganefndar Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið frá árinu 2009 og til dagsins í dag? Hver hafa verið laun og hlunnindi formanna tíu samningahópa, sjö annarra nefndarmanna í samninganefndinni, starfsmanns nefndarinnar og fulltrúa í hverjum samningahópi á sama tíma?
     2.      Hver hafa verið laun og hlunnindi formanns og tveggja varaformanna samráðshóps sem utanríkisráðherra skipaði á grunni ályktunar Alþingis um aðildarumsókn að Evrópusambandinu? Hver hafa verið laun og hlunnindi þeirra 24 einstaklinga sem voru skipaðir í þennan hóp?
     3.      Hver var starfsmannakostnaður við vinnu allra þessara hópa?


Skriflegt svar óskast.