Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 431. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 933  —  431. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Guðbjarti Hannessyni
um aðlögun að Evrópusambandinu.


     1.      Hvaða breytingar sem orðið hafa á lögum á málefnasviði ráðuneytisins eða á stofnunum þess frá 2009 má rekja til aðlögunar að Evrópusambandinu?
    Sú löggjöf sem fellur undir ráðuneytið og snertir samstarf við Evrópusambandið eru lög nr. 2/1993, um Evrópska efnahagssvæðið. Þeim var breytt á árinu 2010, sbr. lög nr. 159/ 2010, vegna samninga við Evrópusambandið um svokallað fjármagnskerfi EES (uppbyggingarsjóður EES).

     2.      Hvaða breytingar voru eingöngu vegna aðildarumsóknar og viðræðna við ESB?
    Engar.

     3.      Hvaða breytingar urðu á sama tíma fyrst og fremst vegna aðildar Íslands að EES?

    Sjá svar við 1. tölul.