Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 547. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Prentað upp.

Þingskjal 938  —  547. mál.
Breyttur texti.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fækkun stórgripasláturhúsa.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Telur ráðherra að fækkun stórgripasláturhúsa mundi stuðla að aukinni sérhæfingu og frekari fullvinnslu afurða líkt og gerst hefur innan sauðfjárgeirans? Ef svo er, hefur ráðherra skoðun á því hver væri æskilegur fjöldi sláturhúsa út frá hagkvæmnissjónarmiðum í greininni?
     2.      Mundi slík þróun ýta undir betri nýtingu og verðmætasköpun úr ýmsum hliðarafurðum sem falla til við slátrun stórgripa? Sé svo, má þá ætla að fækkun sláturhúsa samfara aukinni tæknivæðingu hækki skilaverð til bænda?
     3.      Sé æskilegt talið að fækka sláturhúsum, hvaða tæki hefur ríkisvaldið til að stuðla að slíkri þróun?