Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 548. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 939  —  548. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um skýrslu um áhættumat vegna innflutnings búfjár.

Frá Vigdísi Hauksdóttur.


     1.      Hver lét skrifa skýrslu um áhættumat vegna innflutnings búfjár, sem Preben Willeberg er höfundur að samkvæmt skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður við Evrópusambandið, og fyrir hvern er skýrslan unnin?
     2.      Hvað kostaði skýrslan um áhættumat vegna innflutnings búfjár og hvað heitir hún?
     3.      Hvenær var hún tilbúin af hálfu Willebergs?
     4.      Af hverju hefur hún ekki verið formlega birt svo nýta megi hana sem innlegg í umræðu um þessi mál?
     5.      Af hverju er vitnað í þessa skýrslu Willebergs í skýrslu Alþjóðamálastofnunar eins og efni hennar ætti að vera öllum kunnugt og/eða aðgengilegt?


Skriflegt svar óskast.