Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 563. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 974  —  563. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um áhrif húsnæðisskuldalækkana á viðskiptaafgang.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Um hve háa fjárhæð í krónum talið er álitið að viðskiptajöfnuður muni versna árlega að meðaltali á næstu fimm árum vegna aukins innflutnings í kjölfar lækkunar húsnæðisskulda samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar?
     2.      Hve miklu má ætla að afborganir erlendra lána í krónum talið nemi umfram viðskiptaafgang á árunum 2014–2018 miðað við að viðskiptajöfnuður verði á næstu árum 3,5%, þ.e. jafn meðaltali síðustu þriggja ára?
     3.      Í ljósi svara við 1. og 2. tölul., hver eru áhrif tillagna frumvarpsins á getu Íslands til að standa við erlendar greiðsluskuldbindingar á næstu fimm árum?


Skriflegt svar óskast.