Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 452. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 990  —  452. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur
um kostnað vegna ráðgjafarþjónustu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hve mikill var kostnaður ráðuneytisins vegna ráðgjafarþjónustu frá 1. júlí 2013 til 15. mars 2014?

    Heildarkostnaður ráðuneytisins vegna ráðgjafarþjónustu á tímabilinu 1. júlí 2013 til 15. mars 2014 nam 48,3 millj. kr. Þar af nam kostnaður vegna vinnu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands að skýrslu um úttekt á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun sambandsins um 27,4 millj. kr. og kostnaður vegna ráðgjafarþjónustu almannatengslafyrirtækisins Burson-Marsteller í tengslum við makríldeiluna nam um 10,6 millj. kr.