Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 88. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1018  —  88. mál.

Síðari umræða.


Framhaldsnefndarálit með breytingartillögu


um tillögu til þingsályktunar um stuðning við sjálfsákvörðunarrétt íbúa Vestur-Sahara.


Frá utanríkismálanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið að nýju.
    Eftir að nefndin afgreiddi málið til síðari umræðu komu fram ábendingar um að heppilegt væri að vísa til ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í tillögugreininni.
    Nefndin ræddi framangreindar ábendingar. Mat hennar er að rétt sé að bregðast við þeim.
    Í ljósi framangreinds leggur nefndin til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að sjálfsákvörðunarréttur íbúa Vestur-Sahara verði virtur í samræmi við ályktanir öryggisráðs og allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og styðja viðleitni til að finna friðsamlega og varanlega pólitíska lausn.

    Frosti Sigurjónsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Óttarr Proppé og Vilhjálmur Bjarnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Árni Þór Sigurðsson er framsögumaður nefndarinnar.

Alþingi, 2. maí 2014.



Birgir Ármannsson,


form.


Ásmundur Einar Daðason.


Katrín Jakobsdóttir.



Silja Dögg Gunnarsdóttir.


Össur Skarphéðinsson.