Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 215. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
3. uppprentun.

Þingskjal 1047  —  215. mál.
Viðbót.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum (innleiðing tilskipunar 2008/98/EB, rafhlöður og rafgeymar, raf- og rafeindatæki, drykkjarvöruumbúðir).

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      1. gr. orðist svo:
                      1. gr. laganna orðast svo:
                      Markmið laga þessara er að tryggja að úrgangsstjórnun og meðhöndlun úrgangs fari þannig fram að:
                  a.      ekki skapist hætta fyrir heilbrigði manna og dýra og umhverfið verði ekki fyrir skaða,
                  b.      ekki skapist óþægindi vegna hávaða eða ólyktar,
                  c.      ekki komi fram skaðleg áhrif á landslag eða staði sem hafa sérstakt gildi,
                  d.      úrgangsstjórnun sé markviss og hagkvæm og úrgangur sem til fellur fái viðeigandi meðhöndlun,
                  e.      stuðlað sé að sjálfbærri auðlindanotkun með aðgerðum og fræðslu til að draga úr myndun úrgangs,
                  f.      nýting hráefna úr úrgangi sem fellur til sé aukin og
                  g.      handhafar úrgangs greiði kostnað við meðhöndlun úrgangs.
     2.      B-liður 1. efnismgr. b-liðar 2. gr. orðist svo: lands (óhreyfðs), þ.m.t. mengaðs jarðvegs sem er óuppgrafinn og bygginga sem eru varanlegar á landinu.
     3.      1., 3. og 8. tölul. o-liðar 3. gr. falli brott.
     4.      Við 5. gr.
                  a.      E-liður orðist svo ásamt fyrirsögn:

Söfnun og meðhöndlun úrgangs.

                      Allur úrgangur skal færður til viðeigandi meðhöndlunar, annaðhvort beint til endurnýtingar eða í söfnunar- eða móttökustöð, og þaðan til endurnýtingar eða förgunar, eftir því sem nánar er kveðið á um í reglugerð eða samþykktum sveitarfélaga. Að því marki sem ekki er kveðið á um annað í lögum þessum eða reglugerðum á grundvelli þeirra skal beita bestu fáanlegu tækni við meðhöndlun úrgangs, þar sem slíkt hefur verið skilgreint, til að draga úr álagi á umhverfið. Kveða skal á um slíkar kröfur í starfsleyfi fyrir viðkomandi rekstur.
                      Almennt skal við meðhöndlun úrgangs stuðlað að endurnotkun á vörum í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. 7. gr., og með hliðsjón af markmiðum laga þessara, sbr. 1. gr., að eins miklu leyti og unnt er.
                      Óheimilt er að losa úrgang annars staðar en á móttökustöð eða í sorpílát, þ.m.t. grenndargáma. Opin brennsla úrgangs er óheimil. Þetta á þó ekki við um skipulagðar brennur, svo sem áramótabrennur, sem hefur verið veitt starfsleyfi fyrir samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt að losa lífrænan úrgang í heimajarðgerð. Við flutning og geymslu úrgangs skal handhafi úrgangs gæta þess að ekki hljótist af mengun eða annar skaði fyrir umhverfi.
                  b.      1. mgr. f-liðar orðist svo:
                      Almennt skal við meðhöndlun úrgangs stuðlað að endurnotkun á vörum.
                  c.      Síðari málsliður 3. mgr. f-liðar orðist svo: Sveitarfélög skulu útfæra fyrirkomulag sérstakrar söfnunar í samþykkt um meðhöndlun úrgangs, sbr. 8. gr., og ákvarða hvar úrgangi er safnað þannig að það sé aðgengilegt fyrir íbúa.
                  d.      Við 2. mgr. i-liðar bætist nýr málsliður sem orðist svo: Við setningu tölulegra markmiða og viðmiða skal m.a. höfð hliðsjón af kröfum í löggjöf Evrópusambandsins, stefnu um meðhöndlun úrgangs og svæðisáætlunum sveitarfélaga.
     5.      Við 8. gr.
                  a.      Við 1. efnismgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Skýrslurnar skulu gerðar aðgengilegar á heimasíðu Umhverfisstofnunar.
                  b.      Orðin „og skilakerfi fyrir drykkjarvöruumbúðir“ í 4. efnismgr. falli brott.
                  c.      Við 4. efnismgr. bætist nýr málsliður sem orðist svo: Gögn sem vísað er til í ársskýrslu eða skýrslu um grænt bókhald skulu vera á því formi sem Umhverfisstofnun leggur til.
     6.      Við 20. gr.
                  a.      E-liður orðist svo: G-liður, sem verður n-liður, orðast svo: nánari atriði um innihald stefnu um meðhöndlun úrgangs og úrgangsforvarnir, sbr. 5. gr., sem og svæðisáætlana sveitarstjórna, sbr. 6. gr.
                  b.      F-liður orðist svo: Í stað orðanna „skv. 31. gr.“ í h-lið kemur: skv. 59. gr.
                  c.      G-liður orðist svo: Í stað orðanna „skv. 33. gr.“ í j-lið kemur: skv. 60. og 61. gr.
     7.      2. málsl. 1. efnismgr. 22. gr. falli brott.
     8.      C-liður 27. gr. orðist svo: Í stað orðanna „sbr. 31. gr.“ í 2. mgr. kemur: sbr. 45. gr.
     9.      Við 30. gr.
                  a.      A–j-liðir falli brott.
                  b.      B-liður 1. mgr. n-liðar orðist svo: vinna úr honum áburð, eða.
     10.      32. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „8. gr.“ í 1. mgr. og „skv. 33. gr.“ í 2. mgr. 41. gr. laganna, sem verður 59. gr., kemur: 17. gr.; og: skv. 61. gr.
     11.      33. gr. orðist svo:
                      Í stað orðanna „skv. 31. gr.“ í 4. mgr. 43. gr. laganna, sem verður 61. gr., kemur: skv. 59. gr.
     12.      35. og 36. gr. falli brott.
     13.      Í stað orðanna „Á eftir 50. gr. laganna“ í inngangsmálsgrein 37. gr. komi: Á undan 51. gr. laganna.
     14.      Á eftir 37. gr. komi ný grein sem orðist svo:
                      Fyrirsögn XI. kafla laganna verður: Innleiðing og gildistaka.
     15.      38. gr. orðist svo:
                      Lög þessi öðlast þegar gildi. Þó skulu 3. mgr. f-liðar 5. gr., 21.–29. gr. og 38. gr. öðlast gildi 1. janúar 2015.
     16.      Við 39. gr.
                  a.      D-liður falli brott.
                  b.      Orðin „og falla undir viðauka XIX“ í 1. mgr. g-liðar falli brott.
                  c.      Á eftir i-lið komi nýr liður sem orðist svo: 1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:
                          Ráðherra skipar sex manna stjórn Úrvinnslusjóðs til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar formann stjórnar og varamann hans án tilnefningar en fimm meðstjórnendur og jafnmargir til vara skulu skipaðir að fenginni tilnefningu eftirfarandi aðila: einn samkvæmt tilnefningu Samtaka iðnaðarins, einn samkvæmt tilnefningu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, einn samkvæmt tilnefningu Félags atvinnurekenda og tveir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Varaformaður sem skipaður er af ráðherra eftir tilnefningu stjórnar skal koma úr hópi stjórnarmanna. Þurfi að greiða atkvæði um afgreiðslu mála ræður atkvæði formanns úrslitum falli atkvæði jöfn.
     17.      Orðið „drykkjarvöruumbúðir“ í fyrirsögn frumvarpsins falli brott.