Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 213. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1075  —  213. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna færslu eftirlits með rafföngum
til Mannvirkjastofnunar (forræði rafmagnsöryggismála).

(Eftir 2. umræðu, 12. maí.)


I. KAFLI

Breyting á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga,
nr. 146/1996, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Orðin „í mannvirkjum“ í 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
     b.      3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Mannvirkjastofnun annast markaðseftirlit með rafföngum.
     c.      3. mgr. fellur brott.

2. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 8. gr. laganna orðast svo: Til að öðlast slík leyfi skal rafskoðunarstofa vera faggilt í samræmi við lög um faggildingu o.fl., nr. 24/2006.

3. gr.

    Orðin „eða Neytendastofa, sé um að ræða rafföng sem ekki eru varanlega tengd mannvirkjum“ í 2. mgr. 9. gr. laganna falla brott.

4. gr.

    2. málsl. 10. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      3. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     b.      5. mgr. fellur brott.
     c.      2. málsl. 6. mgr. fellur brott.
     d.      Í stað orðsins „Brunamálastofnunar“ í 1. málsl. 7. mgr. kemur: Mannvirkjastofnunar.
     e.      8. mgr. fellur brott.
     f.      9. mgr. orðast svo:
                  Málskot skv. 7. mgr. frestar ekki framkvæmd ákvörðunar. Verða ákvarðanir Mannvirkjastofnunar ekki bornar undir dómstóla fyrr en úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála liggur fyrir.
     g.      Orðin „áfrýjunarnefndar neytendamála eða“ í 1. málsl. 10. mgr. falla brott.

6. gr.

    Orðið „Neytendastofu“ í 1. málsl. og orðin „eða Neytendastofa“ í 2. málsl. 12. gr. laganna falla brott.

7. gr.

    Í stað orðsins „Brunamálastofnunar“ í 5. tölul. 13. gr. a, 5. tölul. 13. gr. b, 5. tölul. 1. mgr. 13. gr. c og 5. tölul. 1. mgr. 13. gr. d laganna kemur: Mannvirkjastofnunar.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
     a.      Orðin „og Neytendastofu“ í 1. málsl. og 8. tölul. falla brott.
     b.      Orðið „Neytendastofu“ í 1. málsl. 5. tölul. fellur brott og í stað orðanna „stofnanirnar láta“ í sama málslið kemur: stofnunin lætur.
     c.      Orðin „og skiptingu eftirlits raffanga á milli stofnananna“ í 2. málsl. 5. tölul. falla brott.
     d.      7. tölul. orðast svo: Mannvirkjastofnun er heimilt að láta prófa rafföng innlendra framleiðenda sem sett eru á markað í fyrsta sinn. Framleiðendur greiða Mannvirkjastofnun fyrir slíkar prófanir.

9. gr.

    1. málsl. 1. mgr. 15. gr. laganna orðast svo: Ef ekki er farið að ákvörðunum eða fyrirmælum Mannvirkjastofnunar samkvæmt lögum þessum getur hún ákveðið að sá eða þeir sem ákvörðunin beinist gegn greiði dagsektir þar til farið verður að þeim.

10. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

II. KAFLI
Breyting á lögum um Neytendastofu og talsmann neytenda, nr. 62/2005,
með síðari breytingum.

11. gr.

    Í stað orðanna „mælifræði og markaðseftirlits með rafföngum“ í 1. gr. laganna kemur: og mælifræði.

12. gr.

    2. málsl. 1. mgr. 2. gr. laganna fellur brott.

III. KAFLI
Breyting á lögum um notkun raflagna og raffanga í núverandi ástandi á íbúðar- og skólasvæði fyrrum varnarsvæðis á Keflavíkurflugvelli, nr. 135/2007.

13. gr.

    Í stað orðsins „Neytendastofu“ í 1. og 2. gr. laganna kemur, í viðeigandi falli: Mannvirkjastofnun.

14. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. september 2014.