Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 70. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Nr. 24/143.

Þingskjal 1089  —  70. mál.


Þingsályktun

um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðherra að skipa fimm manna starfshóp sem kanni með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Markmið starfshópsins verði að útfæra leiðir til að eyða þeim mikla aðstöðumun sem er á heimilum þegar foreldrar sem búa ekki saman ákveða að ala börn sín upp saman á tveimur heimilum. Í því skyni taki hópurinn m.a. afstöðu til þess hvort taka skuli upp kerfi sem heimilar börnum að hafa tvöfalt lögheimili eða hvort annað fyrirkomulag jafnrar búsetu henti betur. Ráðherra skili þinginu skýrslu um niðurstöður starfshópsins eigi síðar en 1. mars 2015.

Samþykkt á Alþingi 12. maí 2014.