Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 517. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1118  —  517. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda,
nr. 116/2012 (forstöðumaður Fjölmenningarseturs).


Frá meiri hluta velferðarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingibjörgu Broddadóttur frá velferðarráðuneyti.
    Líkt og fram kemur í greinargerð frumvarpsins er í velferðarráðuneytinu unnið að sameiningu Fjölmenningarseturs, Jafnréttisstofu og réttindagæslu fatlaðs fólks í eina stjórnsýslustofnun á sviði jafnréttismála. Er því nauðsynlegt að ráðherra verði veitt heimild til að setja forstöðumann yfir Fjölmenningarsetur þar til þeirri vinnu lýkur. Meiri hlutinn bendir á að samþykkt frumvarpsins felur ekki í sér skuldbindingu til framtíðar um sameiningu áðurnefndra stofnana.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.
    Elín Hirst og Páll Jóhann Pálsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.


Alþingi, 14. maí 2014.

Þórunn Egilsdóttir,
frsm.
Ásmundur Friðriksson. Vilhjálmur Bjarnason.
Ásmundur Einar Daðason. Unnur Brá Konráðsdóttir.