Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 568. máls.
143. löggjafarþing 2013–2014.
Þingskjal 1162  —  568. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012,
með síðari breytingum (veiðigjöld 2014/2015, afkomustuðlar).

Frá meiri hluta atvinnuveganefndar (JónG, HarB, ÁsF, HE, ÞorS, ÞórE).



     1.      Á undan 1. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             5. gr. laganna orðast svo:
             Alþingi kýs nefnd þingmanna úr öllum þingflokkum til að fjalla um fyrirhugaðar ákvarðanir veiðigjaldsnefndar um sérstakt veiðigjald. Störf í nefndinni eru ólaunuð.
     2.      Við 4. gr.
              a.      Í stað ,,1. mgr.“ í a-lið komi: 1. og 2. mgr.
              b.      Á eftir a-lið komi nýr stafliður, svohljóðandi: Á undan orðinu ,,aflahlutdeildum“ í 1. mgr. komi: íslenskum.
              c.      Á eftir orðunum ,,fengið skuldir felldar niður“ í 1. efnismgr. b-liðar komi: þ.m.t. vegna skilmálabreytinga.
     3.      5. gr. orðist svo:
                  Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
         a. (III.)
                     Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 8. gr. og 1. mgr. 9. gr. skulu veiðigjöld á fiskveiðiárinu 2014/2015 vera sem hér segir, í krónum á hvert kíló aflamarks (slægðan afla og slitinn humar):

Almennt gjald Sérstakt gjald Alls
Blálanga 4,58 2,21 6,79
Búrfiskur 26,98 12,99 39,97
Djúpkarfi 7,17 3,45 10,62
Grálúða 12,75 6,14 18,89
Grásleppa 4,21 2,03 6,24
Gullkarfi 6,93 3,34 10,27
Gulllax 2,43 1,17 3,60
Hlýri 10,00 4,81 14,81
Humar 23,69 11,40 35,09
Keila 3,74 1,80 5,54
Kolmunni 1,00 1,33 2,33
Langa 5,93 2,85 8,78
Langlúra 2,64 1,27 3,91
Litli karfi 2,48 1,19 3,67
Loðna 1,50 2,52 4,02
Lýsa 3,33 1,60 4,93
Makríll 2,32 3,92 6,24
Rækja 1,00 0,00 1,00
Sandkoli 1,38 0,66 2,04
Síld 3,00 5,06 8,06
Skarkoli 6,91 3,33 10,24
Skrápflúra 1,29 0,62 1,91
Skötuselur 15,62 7,52 23,14
Steinbítur 9,57 4,61 14,18
Ufsi 5,84 2,81 8,65
Úthafskarfi 8,98 4,32 13,30
Ýsa 12,28 5,91 18,19
Þorskur 8,98 4,32 13,30
Þykkvalúra/Sólkoli 16,86 8,11 24,97
Öfugkjafta 1,09 0,15 1,24

                      Af öðrum nytjastofnum en í töflunni greinir skal greiða 1 kr. í almennt veiðigjald.
                     Ráðherra skal vinna tillögur að endurskoðun þessara laga sem lagðar verði fram á Alþingi á löggjafarþinginu 2014–2015.
        b. (IV.)
                     Þrátt fyrir ákvæði 13. gr., sbr. 1. málsl. 8. gr. og 1. mgr. 9. gr., skal fella niður álagningu almenns og sérstaks veiðigjalds á eftirfarandi tegundir:
                      1.      Þorsk og meðafla hans í rússneskri og norskri lögsögu vegna almanaksársins 2014.
                      2.      Úthafskarfa sem veiddur er á ICES-svæði I og II (í Síldarsmugunni) vegna almanaksársins 2014.
                      3.      Dohrnbankarækju, úthafsrækju og rækju á miðunum við Snæfellsnes vegna fiskveiðiársins 2013/2014.
                      4.      Lindýr og skrápdýr vegna fiskveiðiársins 2013/2014.
                     Þrátt fyrir ákvæði 13. gr., sbr. 1. málsl. 8. gr. og 1. mgr. 9. gr., skal lækka álagt almennt og sérstakt veiðigjald vegna veiðiheimilda í kolmunna vegna almanaksársins 2014 um 50%.
                     Endurgreiða skal öll innheimt veiðigjöld skv. 1. mgr. og helming innheimts veiðigjalds skv. 2. mgr. innan tveggja mánaða frá gildistöku laga þessara.
     4.      1. mgr. 6. gr. orðist svo:
                  Lög þessi öðlast þegar gildi. 2.–4. gr. og a-liður 5. gr. koma til framkvæmda við álagningu veiðigjalda á fiskveiðiárinu 2014/2015 sem hefst 1. september 2014.