Ferill 44. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 44  —  44. mál.




Fyrirspurn



til mennta- og menningarmálaráðherra um þingsályktun nr. 18/143,
um aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni.


Frá Svandísi Svavarsdóttur.



     1.      Hverju sætir að nefnd hefur ekki verið skipuð í samræmi við þingsályktun nr. 18/143, um aðgerðaáætlun um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni?
     2.      Hvenær hyggst ráðherra skipa nefndina og hvenær má búast við að áætlun sú sem nefndinni var ætlað að leggja fram í síðasta lagi 1. september sl. líti dagsins ljós?
     3.      Hver er afstaða ráðherra til efnis þingsályktunarinnar og mikilvægis hennar?


Skriflegt svar óskast.