Ferill 68. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 68  —  68. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um eftirlitsstjórnvöld/eftirlitsaðila.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvaða ríkisstofnanir, sem heyra undir ráðherra, gegna hlutverki eftirlitsstjórnvalda/eftirlitsaðila? Svar óskast sundurliðað eftir málaflokkum og tegundum eftirlits.
     2.      Telur ráðherra þörf á því að yfirfara athugunar- og rannsóknarheimildir með það fyrir augum að samræma og bæta efni þeirra? Ef svo er, hvaða atriði eða þætti þyrfti að samræma eða bæta?
     3.      Telur ráðherra þörf á að samræma og bæta framkvæmd eftirlits af hálfu eftirlitsstjórnvalda/eftirlitsaðila betur en nú er? Ef svo er, hvaða atriði eða þætti þyrfti helst að samræma eða bæta?
     4.      Hafa einhver mistök átt sér stað við framkvæmd eftirlitsstjórnvalda/eftirlitsaðila síðustu ár? Ef svo er, hvers konar mistök var þá um að ræða?


Skriflegt svar óskast.

Greinargerð.

    Í dómi héraðsdóms Reykjavíkur frá 30. september 2013, í máli nr. E-2565/2012, var ógiltur úrskurður úrskurðarnefndar um ólögmætan sjávarafla skv. 6. gr. laga nr. 37/1992. Almennt hefur framkvæmd athugana og rannsókna af hálfu eftirlitsstjórnvalda/eftirlitsaðila verið nokkuð til umræðu að undanförnu.