Ferill 124. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 126  —  124. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um virðisaukaskattsgreiðslur einstaklinga.


Frá Oddnýju G. Harðardóttur.



     1.      Hversu mikinn virðisaukaskatt greiddu einstaklingar eftir einstökum þrepum skattsins síðastliðin fjögur ár?
     2.      Hversu hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum greiddu tíu tekjuhópar samfélagsins í virðisaukaskatt, skipt eftir virðisaukaskattsþrepum, síðastliðin fjögur ár?
     3.      Hvernig er gert ráð fyrir að skiptingin, sbr. 2. tölul., breytist verði fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu að lögum?


Skriflegt svar óskast.