Ferill 174. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 183  —  174. mál.




Fyrirspurn



til félags- og húsnæðismálaráðherra um uppsagnir og fæðingarorlof.

Frá Katrínu Júlíusdóttur.


     1.      Telur ráðherra að framkvæmd 29. og 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000, um starfsöryggi fólks sem er í fæðingarorlofi eða á leið í fæðingarorlof, sé í réttu horfi?
     2.      Liggja fyrir upplýsingar um hversu mörgum einstaklingum sem eru í fæðingarorlofi eða á leið í fæðingarorlof hefur verið sagt upp störfum þrátt fyrir áðurnefnd lagaákvæði?
     3.      Ef vinnuveitandi segir starfsmanni í fæðingarorlofi upp í nafni hagræðingar, hversu vel er fylgst með því að uppsögnin skili raunverulega hagræðingu?