Ferill 178. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 187  —  178. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um störf bresks lögreglumanns á Íslandi.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Var lögreglan eða önnur stjórnvöld með einhverjum hætti, á árunum 2003–2011, upplýst um að hingað kynni að koma eða hefði komið flugumaður, breskur lögreglumaður, að nafni Mark Kennedy, einnig þekktur sem Mark Stone eða Flash, sem væri eða hefði verið ætlað að afla upplýsinga um aðgerðir aðgerðasinna og/eða umhverfissamtaka? Ef svo er, hvernig og við hvaða tilefni gerðist það?
     2.      Hafði lögregla eða önnur stjórnvöld, á árunum 2005–2010, upplýsingar um að lögreglumaðurinn dveldi eða hefði dvalið á Íslandi?
     3.      Hafði lögreglan vitneskju sumarið 2005 um að flugumaður væri í hópi aðgerðasinna og/eða umhverfissamtaka sem þá störfuðu á Íslandi?
     4.      Fékk lögreglan upplýsingar um íslenska aðgerðasinna og aðgerðir sem aflað hafði verið af flugumanni árið 2005?
     5.      Starfaði breski lögreglumaðurinn á Íslandi sumarið 2005 með heimild lögreglunnar eða annarra stjórnvalda?
     6.      Var upplýsingaöflun lögreglumannsins sumarið 2005 lögmæt?


Skriflegt svar óskast.