Ferill 200. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Prentað upp.

Þingskjal 221  —  200. mál.
Málsnúmer.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning á grænlensku kjöti.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.


     1.      Hvaða reglur gilda um innflutning á rjúpum og kjöti af sauðnautum og hreindýrum frá Grænlandi til sölu í verslunum?
     2.      Hver er tollur af slíkum varningi?
     3.      Er talin einhver hætta á að afurðir af framangreindum dýrum sem lifa villt í hreinustu og köldustu náttúru veraldar geti borið smit til Íslands?