Ferill 94. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 225  —  94. mál.




Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur
um ráðningar starfsmanna ráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða aðstoðarmenn, ráðgjafar eða starfsmenn í sérverkefnum, í fullu starfi eða hlutastarfi, hafa verið ráðnir til starfa í ráðuneytinu frá og með 1. júní 2013 án þess að störfin væru auglýst? Óskað er eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna, verkefni sem þeir eru ráðnir til að sinna og lengd ráðningartíma.

    Ein tímabundin ráðning vegna sérverkefna án auglýsingar hefur verið gerð í ráðuneytinu frá 1. júní 2013 til 3. október 2014.
    Ragnar Þórðarson. Tvö sérverkefni, annars vegar samræmd innkaup á sviði landupplýsinga og hins vegar vinna við að landfræðileg gögn ríkis og sveitarfélaga verði opnuð. Tímabundin ráðning frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014 en starfið er fjármagnað af verkefninu Upplýsingasamfélagið.