Ferill 79. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 237  —  79. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Össuri Skarphéðinssyni
um tolla af milliríkjaverslun við Japan.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve stór hluti af innflutningi frá Japan til Íslands og útflutningi Íslands til Japans, hlutfallslega og í krónum talið, var án tolla árið 2013?

    Heildarinnflutningur frá Japan til Íslands nam um 8,7 milljörðum kr. á árinu 2013 samkvæmt upplýsingum embættis tollstjóra. Þar af nam tollfrjáls innflutningur tæpum 7,6 milljörðum kr., sem svarar til um 87% af heildarinnflutningnum.
    Heildarútflutningur frá Íslandi til Japans nam um 11,4 milljörðum kr. á árinu 2013. Íslensk yfirvöld hafa ekki staðfestar upplýsingar um álagningu tolla við innflutning þessara vara til Japans.