Ferill 221. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 250  —  221. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um aðgerðir í loftslagsmálum.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Telur ráðherra að lækkun losunargjalds samræmist lykilaðgerð A í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum (innleiðingu viðskiptakerfis með losunarheimildir)?
     2.      Telur ráðherra það samræmast lykilaðgerð B í aðgerðaáætluninni (kolefnisgjaldi) að með lögum um gjaldskrárlækkanir o.fl. í vor lækkaði kolefnisgjald um 1%?
     3.      Telur ráðherra það samræmast lykilaðgerð E í aðgerðaáætluninni (eflingu göngu, hjólreiða og almenningssamgangna) að samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 verður framlag til almenningssamgangna lækkað?
     4.      Telur ráðherra það samræmast lykilaðgerð J í aðgerðaáætluninni (efldum rannsóknum og nýsköpun í loftslagsmálum) að í tekjuöflunarfrumvarpi í tengslum við fjárlög fyrir árið 2015 er lagt til að tekjur af uppboðnum losunarheimildum skuli renna óskiptar í ríkissjóð í stað þess að helmingur þeirra renni til loftslagssjóðs?


Skriflegt svar óskast.