Ferill 234. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 263  —  234. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um starfsstöðvar lögreglustjóra í Norðausturkjördæmi.

Frá Bjarkeyju Gunnarsdóttur.


     1.      Hvernig miðar þeim breytingum sem verða á starfsstöðvum lögreglustjóra í Norðausturkjördæmi í samræmi við lög nr. 51/2014, um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996?
     2.      Telur ráðherra að þjónusta lögreglustjóraembættanna verði svipuð og nú eftir breytingarnar?
     3.      Telur ráðherra að áætlaðar fjárveitingar til lögreglustjóraembættanna í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 nægi til að tryggja sambærilega þjónustu og nú er veitt?
     4.      Telur ráðherra að sá tími sem veittur var til að undirbúa og skipuleggja ný lögreglustjóraembætti og starfsemi þeirra sé nægur?