Ferill 246. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 275  —  246. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um áhrif fækkunar lögreglustjóra í Norðausturkjördæmi.

Frá Bjarkeyju Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu margir lögreglustjórar þiggja biðlaun vegna fækkunar lögreglustjóra í Norðausturkjördæmi samkvæmt lögum nr. 51/2014, um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/ 1996?
     2.      Hversu margir starfsmenn fyrri lögreglustjóraembætta fá ekki sambærilega vinnu og þeir voru í fyrir breytinguna?
     3.      Hversu margir starfsmenn fyrri lögreglustjóraembætta hafa verið ráðnir til starfa á öðrum umsýslusviðum ráðuneytisins?
     4.      Hversu há eru framlög á hvern íbúa Norðausturkjördæmis vegna lögreglustjóraembætta þar?
     5.      Hvaða forsendur liggja að baki áætlun um sértekjur upp á 12,7 millj. kr. hjá embætti lögreglustjórans á Austurlandi?


Skriflegt svar óskast.