Ferill 266. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 313  —  266. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttökukerfi í lyfjakostnaði.


Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hvert er mat ráðherra á árangri af nýju greiðsluþátttökukerfi í lyfjakostnaði sem tekið var upp 4. maí 2013 með tilliti til lyfjaöryggis, sóunar, jafnræðis og kostnaðar fyrir ríkið og sjúklinga?
     2.      Hyggur ráðherra á breytingu á greiðsluþátttökukerfinu með tilliti til þess hvaða lyf falla þar undir, hvort fella eigi hjálpartæki eða annað undir greiðsluþátttökukerfið?
     3.      Hvert er hlutfall sjúklinga annars vegar og Sjúkratrygginga Íslands hins vegar í lyfjakostnaði vegna lyfja sem falla undir greiðsluþátttökukerfið á árinu 2014?
     4.      Hversu miklu lægri varð kostnaður ríkisins vegna lyfja sem falla undir greiðsluþátttökukerfið en áætlað var árið 2013 og hverjar eru ástæður þess?
     5.      Hversu mikið er áætlað að kostnaður ríkisins vegna lyfja sem falla undir greiðsluþátttökukerfið lækki frá áætlun yfirstandandi árs?
     6.      Er áætlað að greiðsluþátttaka sjúklinga í lyfjakostnaði sem Sjúkratryggingar Íslands taka nú þátt í muni hækka á árinu 2015 og ef svo er, hverjar eru ástæður þess?
     7.      Hver er áætlaður heildarkostnaður sjúklinga vegna S-merktra lyfja árið 2015 og hver er hækkun milli ára?
     8.      Hver er áætluð heildarhækkun á „þaki“ sjúklinga í greiðsluþátttökukerfi lyfja á hverju 12 mánaða tímabili á árinu 2015 sundurliðað eftir því hvort um almenna notendur er að ræða eða börn, öryrkja og aldraða?


Skriflegt svar óskast.