Ferill 275. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 335  —  275. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um kaupaukagreiðslur fjármálafyrirtækja.

Frá Birni Val Gíslasyni.


     1.      Hefur ráðherra í hyggju að leggja til breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki til að rýmka heimild fjármálafyrirtækja til kaupaukagreiðslna? Ef svo er, þá hvers vegna?
     2.      Hvert telur ráðherrann að ætti að vera hámark kaupaukagreiðslna fjármálafyrirtækja til hvers starfsmanns?
     3.      Telur ráðherra rétt að setja frekari reglur um greiðslu slíkra kaupauka, t.d. um að við slíkar greiðslur skuli gæta jafnræðis milli starfsmanna með tilliti til stöðu og kynferðis?
     4.      Hafa fjármálafyrirtæki þrýst á um að heimild þeirra til að greiða starfsfólki sínu kaupauka verði aukin? Ef svo er, er þess óskað að gögn þess efnis sem ráðuneytið kann að hafa í sínum fórum fylgi svarinu.
     5.      Hefur ráðherra, eða embættismenn ráðuneytisins, átt fundi með fulltrúum fjármálafyrirtækja um auknar kaupaukagreiðslur? Ef svo er, er óskað eftir því að fundargerðir eða önnur gögn um þá fundi fylgi svarinu.


Skriflegt svar óskast.