Ferill 276. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 336  —  276. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um stefnu í lánamálum ríkisins.

Frá Birni Val Gíslasyni.


     1.      Hvernig á að ná því markmiði að skuldir ríkissjóðs verði 70% af vergri landsframleiðslu árið 2017 eins og kemur fram í skýrslu um stefnu í lánamálum ríkisins 2014–2017 sem ráðuneytið gaf út í júlí sl.?
     2.      Stendur til að selja eignir ríkisins til að greiða niður skuldir þess og ef svo er, hvaða eignir?
     3.      Hefur ráðuneytið látið gera áætlun um sölu ríkiseigna?


Skriflegt svar óskast.