Ferill 320. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 391  —  320. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutningstolla á landbúnaðarvörum.

Frá Árna Páli Árnasyni.


     1.      Hvaða vinna hefur verið unnin til að ná fram lækkun innflutningstolla á landbúnaðarvörum?
     2.      Hvaða greiningar hefur ráðuneytið látið gera í kjölfar ábendinga í McKinsey-skýrslunni um að fella bæri tollana niður?
     3.      Ef gagnkvæmar tollalækkanir eru markmiðið, hvernig standa þá viðræður við Evrópusambandið um gagnkvæma lækkun tolla sem ráðherra hefur ítrekað vísað til en engar fréttir berast af? Hvenær var síðasti fundur með fulltrúum Evrópusambandsins og hvenær er niðurstöðu að vænta?