Ferill 325. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 396  —  325. mál.




Fyrirspurn



til innanríkisráðherra um starfsstöðvar og þjónustu sýslumanna í Suðurkjördæmi.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hvernig miðar breytingum sem verða á starfsstöðvum sýslumanna í Suðurkjördæmi samkvæmt lögum nr. 50/2014, um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði?
     2.      Hver eru fagleg og fjárhagsleg rök fyrir staðsetningu sýslumanna í kjördæminu?
     3.      Telur ráðherra að þjónusta sýslumanna verði svipuð og nú eftir breytingarnar?
     4.      Telur ráðherra að áætlaðar fjárveitingar í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 nægi sýslumannsembættunum til að veita sambærilega þjónustu og nú er veitt?
     5.      Er tryggt að löglærðir fulltrúar verði á þeim starfsstöðvum þar sem áður var sýslumaður?