Ferill 326. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 397  —  326. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um áhrif þingmála á fjárhag sveitarfélaga.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


    Hver eru áætluð heildaráhrif á fjárhag sveitarfélaga af 2. og 3. máli þessa þings, þ.e.:
     a.      frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, brottfall laga nr. 97/1987, um vörugjald, og breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (kerfisbreyting á virðisaukaskatti, brottfall laga og hækkun barnabóta),
     b.      frumvarpi til laga um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2015?


Skriflegt svar óskast.