Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 398  —  76. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 40/2007, um heilbrigðisþjónustu, með síðari breytingum (reglugerðarheimild, EES-reglur).

(Eftir 2. umræðu, 22. október.)


1. gr.

    Á eftir 27. gr. laganna kemur ný grein, 27. gr. a, svohljóðandi:
    Ráðherra skal með reglugerð kveða nánar á um gæða- og öryggisviðmið við veitingu heilbrigðisþjónustu varðandi brottnám líffæra og líffæraígræðslu, meðferð og varðveislu á frumum og vefjum og rekstur blóðbankaþjónustu.

2. gr.

    Á eftir 37. gr. laganna kemur ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Innleiðing.

    Með lögum þessum er ráðherra veitt heimild til að innleiða ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2010/53/ESB frá 7. júlí 2010 um kröfur varðandi gæði og öryggi líffæra úr mönnum sem eru ætluð til ígræðslu, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 164/2013, frá 8. október 2013.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.