Ferill 331. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 408  —  331. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um reglugerð um velferð alifugla.

Frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur.


    Telur ráðherra að drög að reglugerð um aðbúnað og velferð alifugla, sem ráðuneytið hefur óskað umsagna um, samræmist markmiðum laga nr. 55/2013, um velferð dýra, þ.e. að reglugerðin tryggi, sbr. 1. gr. laganna:
     a.      að dýrin verði laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma,
     b.      að dýrin geti sýnt eðlilegt atferli eins og frekast er unnt?


Skriflegt svar óskast.