Ferill 332. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 409  —  332. mál.




Fyrirspurn



til umhverfis- og auðlindaráðherra um plastagnir.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvaða reglur gilda um innihald plastefna í snyrti- og hreinlætisvörum sem geta verið ógnun við umhverfið, sérstaklega lífríki hafsins?
     2.      Er til opinber listi yfir snyrti- og hreinlætisvörur sem innihalda engar plastagnir?
     3.      Ber framleiðendum eða seljendum að merkja vörur af þessu tagi sérstaklega svo að neytendur eigi auðvelt með að átta sig á því að þær innihaldi plast?
     4.      Hafa verið gerðar sérstakar mælingar á plastögnum í hafinu umhverfis Ísland? Hafa plastagnir mælst í hafinu?
     5.      Hversu mikið af plastögnum fer árlega í hafið umhverfis Ísland?


Skriflegt svar óskast.