Ferill 192. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 426  —  192. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Birgi Ármannssyni
um ráðningar starfsmanna utanríkisráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða aðstoðarmenn, ráðgjafar eða starfsmenn í sérverkefnum, í fullu starfi eða hlutastarfi, voru ráðnir til starfa í utanríkisráðuneytinu frá 1. febrúar 2009 til 31. maí 2013 án þess að störfin væru auglýst? Óskað er eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna, verkefni sem þeir voru ráðnir til að sinna og lengd ráðningartíma.

    Utanríkisráðuneytið réð ekki starfsmenn í sérverkefni, hvorki í fullt starf né hlutastarf, á framangreindu tímabili. Kristján Guy Burgess var ráðinn í fullt starfshlutfall sem aðstoðarmaður þáverandi utanríkisráðherra frá 2. maí 2009. Starfi hans lauk hinn 23. maí 2013 þegar ráðherrann lét af embætti, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands. Aðstoðarmenn ráðherra eru í formlegu ráðningarsambandi við forsætisráðuneyti óháð því hvar þeir gegna starfsskyldum sínum. Atli Ásmundsson var ráðinn tímabundinni ráðningu 2. apríl 2013 í hlutastarf sem ráðgjafi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2015. Verkefni hans lúta m.a. að málefnum Vestur-Íslendinga.