Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 429  —  189. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Guðbjarti Hannessyni um framkvæmd
á samningi Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands
um gjaldfrjálsar tannlækningar barna.


     1.      Hversu margir tannlæknar hafa skráð sig til þátttöku í samningi Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands frá 11. apríl 2013 um gjaldfrjálsar tannlækningar barna og þar með skráð sig sem heimilistannlækna, sundurliðað eftir búsetu? Hversu hátt hlutfall er það af tannlæknum sem skráðir eru í Tannlæknafélagi Íslands?
    Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands hafa samtals 268 tannlæknar skráð sig til þátttöku í samningnum. Tólf þeirra hafa starfsstöðvar á tveimur stöðum og einn á þremur stöðum. Meiri hluti tannlækna starfar á höfuðborgarsvæðinu, eða rúm 77%. Í töflu 1. má sjá dreifingu heimilistannlækna eftir starfsstöðvum þeirra. Í Tannlæknafélagi Íslands (TFÍ) eru 264 tannlæknar sem starfa nú hér á landi. Utan TFÍ eru 11 tannlæknar sem starfa hér á landi. Nær allir starfandi tannlæknar, hvort heldur þeir eru félagsmenn í TFÍ eða standa utan þess, eru aðilar að samningi um tannlækningar barna.

Tafla 1. Fjöldi og hlutfall heimilistannlækna eftir
starfsstöðvum þeirra í heilbrigðisumdæmum.

Heilbrigðisumdæmi Fjöldi Hlutfall
Höfuðborgarsvæðið 217 77,2%
Suðurnes 7 2,5%
Suðurland 13 4,6%
Vesturland 11 3,9%
Vestfirðir 2 0,7%
Norðurland 25 8,9%
Austurland 6 2,1%
Alls 281 100,0%
         

     2.      Hversu mörg börn og unglingar hafa verið skráð hjá heimilistannlækni samkvæmt samningnum, sundurliðað eftir aldri og búsetu? Hversu hátt hlutfall er það af þeim árgöngum sem eiga nú þegar kost á gjaldfrjálsum tannlækningum?
    Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands höfðu alls 48.799 börn verið skráð hjá heimilistannlækni þann 16. október 2014.
    Í töflu 2 má sjá dreifingu barnanna eftir aldri og búsetu og í töflu 3 má sjá heildarfjölda barna í hverjum árgangi sem skráð eru hjá heimilistannlækni og hversu hátt hlutfall það er af þeim árgöngum sem eiga nú þegar kost á gjaldfrjálsum tannlækningum.


Tafla 2. Fjöldi og hlutfall barna sem eru skráð hjá heimilistannlækni,
sundurliðað eftir aldri og búsetu í heilbrigðisumdæmum.

Austurland Höfuðborgarsvæðið Norðurland Suðurland Suðurnes Vestfirðir Vesturland
Aldur Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
0 ára 0 0% 46 2% 4 0% 8 0% 1 0% 0 0% 4 0%
1 ára 3 0% 194 6% 26 5% 30 10% 8 0% 1 0% 7 0%
2 ára 13 10% 306 10% 42 11% 31 9% 21 8% 3 0% 17 7%
3 ára 69 43% 1.532 47% 199 37% 183 56% 115 43% 22 26% 118 45%
4 ára 121 76% 2.113 63% 398 88% 214 64% 181 69% 46 59% 160 71%
5 ára 114 90% 1.065 34% 247 54% 127 35% 78 31% 13 15% 55 20%
6 ára 89 70% 1.047 34% 266 58% 166 49% 75 28% 17 27% 72 29%
7 ára 120 75% 1.095 38% 268 56% 171 46% 72 32% 11 15% 70 28%
8 ára 120 97% 1.079 37% 260 57% 203 57% 76 33% 22 27% 71 30%
9 ára 110 68% 1.092 39% 267 59% 186 55% 95 38% 18 26% 64 25%
10 ára 135 100% 1.957 72% 359 73% 242 70% 155 70% 41 67% 152 58%
11 ára 127 100% 2.101 80% 414 88% 298 87% 178 80% 51 56% 183 85%
12 ára 125 94% 2.128 80% 426 88% 279 79% 172 74% 61 86% 167 65%
13 ára 132 86% 2.359 85% 458 88% 317 82% 199 81% 54 71% 204 82%
14 ára 138 97% 2.345 89% 473 90% 330 93% 216 86% 68 92% 206 76%
15 ára 155 98% 2.204 82% 472 87% 303 81% 200 88% 61 62% 205 82%
16 ára 137 97% 2.335 85% 477 91% 354 85% 190 79% 64 82% 223 86%
17 ára 140 82% 2.393 86% 464 89% 369 88% 201 79% 55 56% 222 92%
18 ára 149 87% 2.319 83% 467 90% 373 89% 203 89% 67 71% 193 81%
Alls 1.997 72% 29.710 54% 5.987 65% 4.184 62% 2.436 53% 675 45% 2.393 51%
Athugasemd: Misræmi er í fjöldatölum milli heildarfjölda og fjölda sundurliðað eftir búsetu. Börn sem voru ekki með skilgreinda búsetu hér á landi þegar úttektin var gerð eru ekki talin með í töflum sem skipt er eftir búsetu.

Tafla 3. Heildarfjöldi og hlutfall barna af hverjum árgangi sem eiga rétt á
tannlækningum samkvæmt samningi og eru skráð hjá heimilistannlækni.

Aldur Fjöldi samkvæmt Hagstofu Skráð hjá
heimilistannlækni
Hlutfall hjá
heimilistannlækni
3 ára 4.879 2.265 46,4 %
10 ára 4.220 3.055 72,4 %
11 ára 4.088 3.345 81,8 %
12 ára 4.202 3.389 80,7 %
13 ára 4.416 3.725 84,4 %
14 ára 4.250 3.769 88,7 %
15 ára 4.325 3.615 83,6 %
16 ára 4.402 3.799 86,3 %
17 ára 4.505 3.857 85,6 %

     3.      Hversu mörg þessara barna og unglinga hafa nýtt sér þjónustu skráðs heimilistannlæknis, sundurliðað eftir aldri og búsetu?
    Á tímabilinu 15. maí 2013 til 15. október 2014 hafa Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greitt tannlæknakostnað fyrir 32.614 börn samkvæmt samningnum.
    Aldursskiptingin er eftirfarandi:
3 ára 4.182 börn
10–12 ára 10.003 börn
13–17 ára 19.194 börn
Samtals: 33.379 börn
    Nokkur börn teljast til beggja eldri hópanna þar eð þau hafa fengið greiðslur bæði sem 12 ára og 13 ára á tímabilinu.


Tafla 4. Fjöldi og hlutfall barna sem hafa nýtt sér þjónustu heimilistannlæknis frá upphafi
samnings 15. maí 2013 til október 2014, sundurliðað eftir aldri og búsetu.

Austurland Höfuðborgarsvæðið Norðurland Suðurland Suðurnes Vestfirðir Vesturland
Aldur Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
3 ára 56 81% 1.155 75% 151 76% 139 76% 87 76% 14 64% 94 80%
10 ára 86 64% 1.430 73% 260 72% 179 74% 108 70% 32 78% 122 80%
11 ára 112 88% 1.761 84% 316 76% 260 87% 146 82% 43 84% 157 86%
12 ára 110 88% 1.796 84% 342 80% 241 86% 140 81% 48 79% 148 89%
13 ára 121 92% 2.068 88% 417 91% 281 89% 180 90% 44 81% 192 94%
14 ára 129 93% 2.067 88% 415 88% 286 87% 196 91% 57 84% 185 90%
15 ára 140 90% 1.903 86% 410 87% 263 87% 185 93% 51 84% 194 95%
16 ára 132 96% 2.063 88% 420 88% 312 88% 174 92% 58 91% 200 90%
17 ára 133 95% 2.141 89% 402 87% 318 86% 186 93% 45 82% 209 94%
18 ára 138 93% 2.108 91% 430 92% 319 86% 182 90% 58 87% 168 87%
Alls 1.157 89% 18.492 85% 3.563 85% 2.598 85% 1.584 87% 450 83% 1.669 89%
Athugasemd: Misræmi er í fjöldatölum milli heildarfjölda og fjölda sundurliðað eftir búsetu. Börn, sem flutt hafa á tímabilinu 15. maí 2013 til 15. október 2014, og hafa fengið endurgreiðslur samkvæmt samningnum, eru hér talin á báðum eða öllum póstnúmerum sem þau hafa búið á þegar meðferð fór fram. Börn sem voru ekki með skilgreinda búsetu á Íslandi þegar úttektin var gerð voru heldur ekki talin með í töflum sem skipt var eftir búsetu.
     4.      Hver er meðalkostnaður á hvert barn eða ungling sem hefur nýtt sér samninginn? Er heildarkostnaður við samninginn í samræmi við áætlun?
    Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands var meðalkostnaður á hvert barn eða ungling sem hefur nýtt sér tannlæknaþjónustu samkvæmt samningnum 37.273 kr. 9. október 2014. Kostnaður við samninginn um tannlækningar barna hefur reynst um 100 milljón kr. meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

     5.      Hversu mörg börn og unglingar, í þeim árgöngum sem enn falla ekki að fullu undir samninginn, hafa nýtt sér ákvæði samningsins og fengið þjónustu sem börn í bráðavanda og/eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður, sundurliðað eftir aldri og búsetu?
    Alls höfðu 58 börn í bráðavanda sem ekki féllu undir aldursmörk samningsins á þeim tíma fengið þjónustu samkvæmt undanþáguákvæði samningsins. Flest barnanna (81%) voru búsett á höfuðborgarsvæðinu.

Tafla 5. Skipting barna í bráðavanda sem fengu þjónustu samkvæmt samningnum, eftir aldri og búsetu þeirra frá upphafi samnings 15. maí 2013 til október 2014.

Aldur

Heilbrigðisumdæmi
3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Alls
Höfuðborgarsvæðið 2 1 13 9 7 6 4 1 3 1 47
Norðurland 1 1 1 3
Suðurland 1 1 2
Suðurnes 1 1 1 3
Vestfirðir 1 1
Vesturland 1 1 2
Austurland 0
Alls 3 1 16 9 8 8 6 2 3 2 58
Upplýsingar frá Sjúkratryggingum Íslands.

     6.      Hver er reynslan af því ákvæði samningsins að heimilistannlæknar boði börn í reglulegt eftirlit eftir þörfum hvers og eins? Hversu marga hafa heimilistannlæknar boðað í slíkt eftirlit, sundurliðað eftir aldri barna og búsetu?
    Upplýsingar um það hversu mörg börn heimilistannlæknar hafa boðað í eftirlit liggja ekki fyrir, einungis hversu mörg börn hafa komið til tannlækna. Reynsla af því að heimilistannlæknar boði börn í slíkt eftirlit eftir þörfum hvers og eins barns virðist góð.

     7.      Hvert er samstarf heimilistannlækna við heilsugæsluna eða skólahjúkrunarfræðinga?
    Samkvæmt upplýsingum frá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verkefni heilsugæslunnar í samningi Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Tannlæknafélags Íslands (TFÍ) um gjaldfrjálsar tannlækningar barna fyrst og fremst verið að upplýsa starfsfólk heilsugæslu, félagsþjónustu og barnaverndarnefnda auk foreldra og forráðamanna barna um samninginn og hvetja foreldra til að skrá börn sín hjá heimilistannlækni á réttindagáttinni sjukra.is. Upplýsingar um samninginn eru á íslensku á vefsíðu heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is/fraedsla/tannvernd/ auk þess sem upplýsingarnar hafa veriðþýddar á erlend tungumál.
    Auglýsing var birt í Fréttablaðinu í ársbyrjun 2014 og bréf með upplýsingum um samninginn voru afhent foreldrum tveggja og hálfs árs barna á vegum heilsugæslunnar. Leikskólastjórar miðluðu upplýsingum til foreldra og skólahjúkrunarfræðingar sendu út bréf til foreldra um Mentor-kerfið auk þess sem 6H foreldrabréf um ýmsa þætti heilsuverndar eru send til barna í 1., 4. og 7. bekk.
    Unnið er að því að koma á rafrænni vöktun með heimtum barna til heimilistannlækna. Stefnt er að því að heilsugæslan og heimilistannlæknar haldi skrá um þau börn sem mæta í reglulegt tanneftirlit í samvinnu við embætti landlæknis og Sjúkratryggingar Íslands. Unnið er að verklagsreglum um frekara utanumhald og eftirfylgd.