Ferill 112. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 454  —  112. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn
frá Kristjáni L. Möller um veiðigjöld.


     1.      Hver er heildarfjárhæð innheimtra veiðigjalda, almenns veiðigjalds annars vegar og sérstaks veiðigjalds hins vegar, samkvæmt lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, fiskveiðiárið 2013/2014? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti ætlaðra greiðenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.
     2.      Hver er heildarfjárhæð lækkana vegna vaxtakostnaðar við kaup á aflahlutdeildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögunum fiskveiðiárið 2013/2014? Svar óskast sundurliðað eftir heimilisfesti gjaldenda, þ.e. eftir sveitarfélögum annars vegar og kjördæmum hins vegar.


    Umbeðnar upplýsingar koma fram í eftirfarandi töflu.

Heildarfjárhæð innheimtra veiðigjalda og heildarfjárhæð lækkana
fiskveiðiárið 2013/2014 eftir sveitarfélögum og stöðum.

Staður Samtals kr. Almennt veiðigjald Sérstakt veiðigjald Lækkun Sveitarfélag
Akranes 129.565.450 38.006.047 96.232.343 -4.672.940 Akraneskaupstaður
Akureyri 1.009.863.116 413.326.994 665.715.988 -69.179.866 Akureyrarkaupstaður
Árneshreppur 134.266 134.266 Árneshreppur
Bakkafjörður 9.364.858 7.097.969 2.804.555 -537.666 Langanesbyggð
Bessastaðahreppur 419.565 419.565 Sveitarfélagið Álftanes
Bíldudalur 2.010.893 1.918.130 92.763 Vesturbyggð
Blönduós 1.771.404 1.631.887 139.517 Blönduósbær
Bolungarvík 82.859.947 81.252.186 56.401.413 -54.793.652 Bolungarvíkurkaupstaður
Borgarfjörður 295.948 295.948 Borgarfjörður eystri
Borgarfjörður eystri 12.739.534 8.440.653 4.298.881 Borgarfjörður eystri
Borgarnes 458.105 458.105 Borgarbyggð
Breiðdalsvík 1.781.549 1.781.549 Breiðdalshreppur
Búðardalur 769.308 495.417 273.891 Dalabyggð
Dalvík 18.699.319 16.367.258 7.763.306 -5.431.245 Dalvíkurbyggð
Djúpivogur 8.637.545 6.991.803 1.645.742 Djúpavogshreppur
Drangsnes 8.976.304 7.779.703 3.181.238 -1.984.637 Drangsnes
Egilsstaðir 454.204 454.204 Fljótsdalshérað
Eskifjörður 406.907.812 110.159.782 296.748.030 Fjarðabyggð Eskifjörður
Eyrarbakki 6.653.222 3.225.984 3.427.238 Sveitarfélagið Árborg
Fáskrúðsfjörður
170.156.911
57.608.366
112.548.545
Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður
Flatey á Breiðafirði 234.595 234.595 Flatey á Breiðafirði
Flateyri 12.498.612 8.825.516 3.673.096 Ísafjarðarbær
Fljót 30.828 30.828 Sveitarfélagið Skagafjörður
Garðabær 14.439.235 11.068.444 6.744.989 -3.374.198 Sveitarfélagið Álftanes
Garður 103.486.173 101.677.563 82.973.998 -81.165.388 Sveitarfélagið Garður
Grenivík 1.519.058 1.376.240 142.818 Grenivík
Grindavík 452.691.265 443.176.010 359.407.992 -349.892.737 Grindavíkurbær
Grímsey 21.327.571 21.327.574 14.676.837 -14.676.840 Akureyrarkaupstaður
Grundarfjörður 79.370.287 76.895.164 59.476.515 -57.001.393 Grundarfjarðarbær
Hafnarfjörður 125.920.487 84.324.041 64.474.020 -22.877.574 Hafnarfjarðarkaupstaður
Hellissandur 149.470.274 148.707.367 112.934.533 -112.171.626 Snæfellsbær
Hnífsdalur 108.910.247 108.727.078 103.182.495 -102.999.326 Ísafjarðarbær
Hofsós 1.625.714 1.504.998 120.716 Sveitarfélagið Skagafjörður
Hólmavík
15.061.964
9.399.272
5.662.692
Kaldrananeshreppur – Strandabyggð
Hrísey 7.203.138 6.146.893 4.244.585 -3.188.340 Akureyrarkaupstaður
Húsavík 32.490.208 28.251.778 15.115.910 -10.877.480 Norðurþing
Hvammstangi 1.675.237 1.438.893 236.344 Húnaþing vestra
Hveragerði 300.743 300.743 Hveragerðisbær
Hvolsvöllur 69.627 69.627 Rangárþing eystra
Höfn 565.570.998 205.479.657 373.684.552 -13.593.210 Sveitarfélagið Hornafjörður
Ísafjörður 12.923.122 12.277.674 4.853.016 -4.207.568 Ísafjarðarbær
Keflavík 952.863 952.863 Reykjanesbær
Keflavíkurflugvöllur 17.063 17.063 Reykjanesbær
Kjörvogur 27.133 27.133 Kjörvogur
Kópasker 1.934.055 1.712.898 221.157 Norðurþing
Kópavogur 5.688.816 5.151.707 722.106 -184.997 Kópavogsbær
Mjóifjörður 376.830 356.456 20.374 Fjarðabyggð – Mjóifjörður
Mosfellsbær
10.875.648
10.875.649
7.525.483
-7.525.484
Mosfellsbær – Kjósarhreppur
Neskaupstaður
721.541.334
178.814.484
542.726.850
Fjarðabyggð – Neskaupstaður
Njarðvík 167.449 167.449 Reykjanesbær
Norðurfjörður 478.330 478.330 Árneshreppur
Ólafsfjörður 3.273.334 3.076.483 196.851 Fjallabyggð
Ólafsvík 75.361.354 52.524.592 35.770.495 -12.933.733 Ólafsvík
Patreksfjörður 47.908.204 45.778.104 29.038.662 -26.908.562 Vesturbyggð
Raufarhöfn 11.737.099 7.684.599 4.052.500 Norðurþing
Reyðarfjörður
776.317
776.317
Fjarðabyggð – Reyðarfjörður
Reykhólahreppur 306.500 306.500 Reykhólahreppur
Reykjanesbær 52.278.705 40.187.793 27.563.496 -15.472.584 Reykjanesbær
Reykjavík 2.151.772.450 888.324.427 1.357.474.118 -94.026.093 Reykjavík
Rif 1.262.894 980.989 281.905 Snæfellsbær
Sandgerði 34.934.549 20.825.970 15.712.964 -1.604.385 Sandgerðisbær
Sauðárkrókur 336.595.078 175.759.026 160.836.052 Sveitarfélagið Skagafjörður
Selfoss 465.584 465.584 Flóahreppur
Seltjarnarnes 13.535.353 8.496.891 5.636.439 -597.977 Seltjarnarnesbær
Seyðisfjörður 30.904.291 29.009.147 22.095.431 -20.200.287 Seyðisfjarðarkaupstaður
Siglufjörður 181.679.608 160.350.984 144.860.120 -123.531.496 Fjallabyggð
Skagaströnd 10.780.148 7.076.499 4.517.709 -814.060 Skagaströnd – Skagabyggð
Snæfellsbær 12.814.433 12.093.493 6.923.168 -6.202.228 Snæfellsbær
Staður
72.789
72.789
Húnaþing vestra – Bæjarhreppur
Stokkseyri 255.439 255.439 Sveitarfélagið Árborg
Stykkishólmur
60.642.116
52.356.603
34.108.295
-25.822.782
Stykkishólmsbær – Helgafellssveit
Stöðvarfjörður
1.357.928
1.357.928
Fjarðabyggð – Stöðvarfjörður
Suðureyri 17.058.178 15.809.709 9.818.725 -8.570.256 Ísafjarðarbær
Súðavík 3.184.449 2.444.809 739.640 Súðavíkurhreppur
Tálknafjörður 28.761.034 19.353.187 13.251.114 -3.843.267 Tálknafjarðarhreppur
Vestmannaeyjar 1.726.646.070 592.141.100 1.220.518.821 -86.013.851 Vestmannaeyjabær
Vogar 274.479 274.479 Sveitarfélagið Vogar
Vopnafjörður 3.049.423 2.748.397 301.026 Vopnafjarðarhreppur
Þingeyri 1.017.487 978.042 39.445 Ísafjarðarbær
Þorlákshöfn 41.729.656 39.894.081 32.513.221 -30.677.647 Sveitarfélagið Ölfus
Þórshöfn 10.835.093 10.754.291 6.737.463 -6.656.661 Langanesbyggð
9.182.668.206 4.419.798.055 6.147.082.185 -1.384.212.033

     3.      Er tryggt að um kaup á íslenskum aflahlutdeildum hafi verið að ræða, eða fer fram könnun á að svo sé, þegar sótt er um lækkun veiðigjalds samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögunum?
    Réttur til lækkunar sérstaks veiðigjalds samkvæmt ákvæði II til bráðabirgða í lögum um veiðigjöld er tímabundinn og gildir frá og með fiskveiðiárinu 2012/2013 til 2016/2017. Af þessu má ráða að fyrirkomulagið var lögfest í tíð síðustu ríkisstjórnar, á 140. löggjafarþingi, 2011–2012. Fyrirtæki sem sóttu um réttinn gátu einungis bent á handhöfn aflahlutdeilda samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða eða lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, þ.e. handhöfn „íslenskra heimilda“ við umsókn sína. Greint var á milli hlutdeilda sem útgerðir höfðu fengið á grundvelli veiðireynslu og hlutdeilda sem útgerðir höfðu keypt til sín. Aðeins þær útgerðir sem voru handhafar aðkeyptra aflaheimilda fengu viðurkenndan rétt til lækkunar. Á hverju ári er farið yfir stöðuna hjá hverjum og einum umsækjanda og gengið úr skugga um að hann hafi ekki selt frá sér áður keyptar heimildir. Hafi umsækjandi selt frá sér hluta af keyptum heimildum skerðist lækkunarréttur í sama hlutfalli. Þá þarf að auki að hafa í huga að skv. 2. mgr. bráðabirgðaákvæðis II í lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, er lækkun reiknuð út samkvæmt heildar skulda- og eignastöðu útgerðar og ekki er gert ráð fyrir að uppruni þessara kennistærða sé rakinn, enda væri slík aðgerð að öllum líkindum óframkvæmanleg.