Ferill 360. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 471  —  360. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um umhverfismat vegna áforma
um lagningu háspennulínu um Sprengisand.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hver tók ákvörðun um að hefja mat á umhverfisáhrifum 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands er liggi um Sprengisand?
     2.      Hver stendur straum af kostnaði við umhverfismatið og hversu mikill er áætlað að kostnaðurinn verði?
     3.      Hvað veldur því að af þremur leiðum, sem taldar eru koma til greina við uppbyggingu kerfis til flutnings raforku milli landshluta í drögum Landsnets að kerfisáætlun fyrir árin 2014–2023, eru einungis metin umhverfisáhrif Sprengisandslínu?
     4.      Hver tók ákvörðun um að taka Sprengisandslínu fram yfir hina valkostina, hvenær var það gert og á hvaða forsendum?


Skriflegt svar óskast.