Ferill 289. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 474  —  289. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Birni Val Gíslasyni
um flutning stofnana.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Er fyrirhugað að flytja höfuðstöðvar eða starfsstöðvar einhverra þeirra stofnana sem undir ráðherra heyra? Ef svo er, óskast greint frá því hvaða starfsemi á í hlut og hvaðan og hvert starfsemin verður flutt.

    Undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heyra Byggðastofnun, Fiskistofa, Hafrannsóknastofnun, Matís og Matvælastofnun. Höfuðstöðvar Byggðastofnunar eru á Sauðárkróki og Matvælastofnunar á Selfossi. Ráðherra hefur kynnt áform um flutning höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar.
    Allar stofnanirnar eru með starfsstöðvar utan höfuðstöðva. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir m.a. að mikilvægt sé að stuðla að fjölbreyttum atvinnutækifærum um allt land, m.a. með dreifingu opinberra starfa. Ráðherra hefur því lagt á það áherslu við forstöðumenn umræddra stofnana að leitast við að verja dreifða starfsemi og efla starfsstöðvar með það að markmiði að auka framboð opinberra sérfræðistarfa á landsbyggðinni.