Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 516  —  385. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um innleiðingu rafrænna skilríkja.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hver eru rökin fyrir því að allir verði að notast við tilteknar gerðir rafrænna skilríkja til að eiga kost á svokallaðri skuldaleiðréttingu, þ.e. niðurfærslu á veðskuldum vegna fasteignalána, þegar fyrir liggur að einstaklingum er heimilt að nota margvísleg önnur skilríki til að sanna á sér deili, svo sem ökuskírteini, íslykla, vegabréf og greiðslukort?
     2.      Hvað kostar slík allsherjarinnleiðing rafrænna skilríkja?
     3.      Hve mikill er kostnaðurinn við kynningu og auglýsingar vegna rafrænna skilríkja í tengslum við svokallaða skuldaleiðréttingu?
     4.      Var auglýsinga- og kynningarstarfsemin boðin út?
     5.      Hvaða aðili annast auglýsinga- og kynningarstarfsemina? Hvað réð vali á viðkomandi?
     6.      Hvernig var staðið að vali á verkefnisstjóra vegna rafrænna skilríkja, á hvaða forsendum fór valið fram, hver var reynsla þess er starfið hreppti af því að stýra sambærilegum verkefnum og hvernig var hún metin? Var starfið auglýst, hve miklar eru heildargreiðslur vegna starfsins að meðtöldum kostnaði vegna aksturs, síma, tölvu og annars er starfinu tengist?
     7.      Hafa rafræn skilríki verið innleidd með sama hætti og hér í öðrum löndum? Var leitað erlendrar ráðgjafar vegna innleiðingarinnar á einhverju stigi málsins?


Skriflegt svar óskast.