Ferill 310. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 525  —  310. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Álfheiði Ingadóttur
um bætta heilbrigðisþjónustu við ungt fólk.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvað líður framkvæmd ályktunar Alþingis nr. 27/140 um bætta heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks?

    Ekki hefur verið skipaður sérstakur starfshópur til að vinna að bættri heilbrigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14–23 ára. Það sem laut sérstaklega að stofnun unglingamóttöku fyrir ungt fólk á aldrinum 14–23 ára þar sem heilbrigðisþjónusta yrði sniðin að þörfum þess var sett inn í tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020 á vorþingi 2013. Var ætlunin að vinna að framkvæmd þeirrar aðgerðar ásamt öðrum sem settar voru fram í áætluninni. Þingsályktunartillagan fékk ekki afgreiðslu á Alþingi.
    Nú er unnið að endurskoðun þingsályktunartillögu heilbrigðisráðherra um heilbrigðisáætlun í velferðarráðuneytinu. Þegar niðurstaða Alþingis liggur síðan fyrir verður unnið að framgangi þeirra hugmynda sem þar koma fram.