Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 568, 144. löggjafarþing 158. mál: veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald (hæfi dyravarða).
Lög nr. 113 26. nóvember 2014.

Lög um breytingu á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 (hæfi dyravarða).


1. gr.

     2. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Nánar skal kveða á um hæfi og þjálfun dyravarða í reglugerð og er heimilt að kveða þar á um að dyraverðir skuli hafa náð 20 ára aldri, að þeir hafi ekki gerst sekir um ofbeldis- eða fíkniefnabrot á síðastliðnum fimm árum og að dyraverðir skuli sækja sérstök námskeið þar sem farið er yfir atriði sem á reynir við dyravörslu, svo sem ákvæði áfengislaga, hjálp í viðlögum, viðbrögð við óspektum og hvernig þekkja megi merki um neyslu og sölu ólöglegra vímuefna.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. nóvember 2014.