Ferill 293. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 577  —  293. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Birni Val Gíslasyni
um fjölda opinberra starfa.

    
     1.      Hafa fjárlög fyrir árið 2014 haft áhrif á fjölda starfa í ráðuneytinu eða stofnunum sem undir ráðuneytið heyra? Ef svo er, hverjar eru breytingarnar og um hve mörg störf er að ræða?
    Til að svara þessum lið fyrirspurnarinnar var óskað upplýsinga um breytingar á fjölda stöðugilda hjá stofnunum sem undir ráðuneytið heyra á tímabilinu 1. janúar 2014 til 1. nóvember 2014. Ef breytingar höfðu orðið var jafnframt óskað upplýsinga um tegund stöðugilda sem um væri að ræða, staðsetningu þeirra á landinu og kyn starfsmanna sem þeim gegna eða gegndu. Ef aðrar ástæður en fjárheimildir á fjárlögum höfðu ráðið fækkun eða fjölgun stöðugilda í einstaka tilvikum á tímabilinu var óskað eftir því að þær ástæður væru tilgreindar.

Umboðsmaður barna.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að ekki hefði orðið breyting á fjölda stöðugilda á tímabilinu.

Óbyggðanefnd.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að ekki hefði orðið breyting á fjölda stöðugilda á tímabilinu.

Ríkislögmaður.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að ekki hefði orðið breyting á fjölda stöðugilda á tíma- bilinu.

Þjóðminjasafn Íslands.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að ekki hefði orðið breyting á fjölda stöðugilda á tíma- bilinu.

Minjastofnun Íslands.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að ekki hefði orðið breyting á fjölda stöðugilda á tíma- bilinu.

Hagstofa Íslands.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að stöðugildum hefði fækkað um fimm á tímabilinu. Um er að ræða stöður sérfræðinga sem í voru fjórar konur og einn karl sem sögðu upp störfum hjá stofnuninni og ekki hefur verið ráðið í stöðurnar á ný. Hagstofan er með starfsstöð í Borgartúni í Reykjavík og voru viðkomandi starfsmenn staðsettir þar.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að stöðugildum hefði fjölgað um 0,4, þ.e. starf sem áður var 60% af fullu stöðugildi jókst í 100%. Viðkomandi starfsmaður hefur starfsstöð bæði í Reykjavík og í þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Forsætisráðuneytið.
    Í forsætisráðuneytinu jókst fjöldi stöðugilda um 1,2 á tímabilinu. Um er að ræða tvö ný stöðugildi á nýrri skrifstofu menningararfs í ráðuneytinu sem báðum er sinnt af konum, en viðamikil verkefni á því sviði hafa verið flutt til forsætisráðuneytisins frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Á móti kemur að stöðugildum stjórnarráðsfulltrúa í ráðuneytinu hefur fækkað um 0,8 á tímabilinu og er aukningin því 1,2 stöðugildi eins og áður segir.

     2.      Hvaða áhrif er áætlað að frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015, verði það samþykkt óbreytt, hafi á fjölda starfa í ráðuneytinu eða stofnunum sem undir ráðuneytið heyra? Hverjar eru áætlaðar breytingar og um hve mörg störf er að ræða?
    Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum, landshlutum og kyni starfsmanna sem breytingarnar snerta.

    Erfitt er um vik að veita svar við þessum tölulið fyrirspurnarinnar enda liggja ársáætlanir ráðuneyta og stofnana venjulega ekki fyrir fyrr en í desember ár hvert. Þá þarf jafnan að taka afstöðu til mismunandi kosta við hagræðingu og sparnað í rekstri stofnana ef fjárveitingar dragast saman og eru uppsagnir og fækkun starfsfólks iðulega þrautaúrræði þegar ljóst er að önnur duga ekki. Almennt þykir ekki tímabært að ráðast í þá vinnu fyrr en fjárlög fyrir komandi ár hafa verið samþykkt og endanleg niðurstaða um fjárveitingar liggur fyrir og gildir hið sama ef um auknar fjárveitingar er að ræða.