Ferill 120. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
2. uppprentun.

Þingskjal 596  —  120. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga,
með síðari breytingum (hreyfanleiki viðskiptavina).


Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



     1.      Við 1. gr.
              a.      Á undan 1. efnismgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                     Nú vill vátryggingartaki segja upp vátryggingarsamningi þegar komið er að endurnýjun hans og verður hann þá að tilkynna félaginu um það innan mánaðar frá því að það sendi venjulega tilkynningu um gjalddaga hins nýja tímabils. Honum er þó ekki skylt að tilkynna félaginu um uppsögn fyrr en tvær vikur eru til loka tímabilsins.
              b.      2. efnismgr. orðist svo:
                     Hyggist vátryggingartaki segja vátryggingu upp vegna flutnings vátryggingar til annars félags, sbr. 2. mgr., skal tilkynna félaginu um uppsögn með mánaðar fyrirvara og miðast uppsögn við næstu mánaðamót þar á eftir. Upplýsa skal til hvaða vátryggingafélags er flutt og frá hvaða tíma.
              c.      Í stað „1. mgr.“ í 3. efnismgr. komi: 2. mgr.
     2.      Á eftir 2. gr. komi tvær nýjar greinar, svohljóðandi:
                  a.      (3. gr.)
                      Eftirfarandi breytingar verða á 75. gr. laganna:
                      a.      3. mgr. orðast svo:
                             Vátryggingartaki getur á vátryggingartíma sagt upp gildandi samningi um slysa- eða sjúkratryggingu ef hann hefur ekki lengur þörf fyrir vátrygginguna, fyrir hendi eru aðrar sérstakar ástæður sem réttlæta uppsögn eða til að flytja vátrygginguna til annars félags.
                      b.      Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                             Hyggist vátryggingartaki segja vátryggingu upp samkvæmt því sem greinir í 3. mgr. skal hann tilkynna félaginu um uppsögn með mánaðar fyrirvara og miðast uppsögn við næstu mánaðamót þar á eftir. Upplýsa skal til hvaða vátryggingafélags er flutt og frá hvaða tíma.
                      c.      Í stað „3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 4. mgr.
                  b.      (4. gr.)
                     Við 1. mgr. 124. gr. laganna bætist: eða því hefur ekki borist tilkynning um vátryggingaratburð með öðrum hætti.
     3.      Í stað „1. janúar 2015“ í 3. gr. komi: 1. júlí 2015.