Ferill 191. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 598  —  191. mál.




Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Birgi Ármannssyni
um ráðningar starfsmanna fjármála- og efnahagsráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða aðstoðarmenn, ráðgjafar eða starfsmenn í sérverkefnum, í fullu starfi eða hlutastarfi, voru ráðnir til starfa í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, eða þeim ráðuneytum sem áður fóru með verkefni þess, frá 1. febrúar 2009 til 31. maí 2013 án þess að störfin væru auglýst? Óskað er eftir upplýsingum um nöfn starfsmanna, verkefni sem þeir voru ráðnir til að sinna og lengd ráðningartíma.

    Vegna verkefna fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa tíu einstaklingar verið fengnir til ráðgjafar eða sérverkefna, ýmist í hlutastarf eða fullt starf og til skemmri eða lengri tíma.
    Hjördís D. Vilhjálmsdóttir var ráðgjafi ráðherra frá febrúar 2009 til október 2010.
    Þorsteinn Þorsteinsson var ráðgjafi í sérverkefnum í þrjú tímabil; frá febrúar 2009 til janúar 2010, í október og nóvember 2010 og frá apríl 2012 til loka nóvember sama ár.
    Jón Sigurðsson var ráðgjafi í þrjú tímabil; frá mars til október 2009, í júní 2013 og frá nóvember 2012 til maíloka 2013 þegar hann starfaði einnig fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
    Huginn F. Þorsteinsson var ráðgjafi frá mars 2009 til loka ágúst 2009 og aðstoðarmaður ráðherra frá apríl 2010 til ársloka 2011.
    Indriði H. Þorláksson var aðstoðarmaður ráðherra frá júní 2009 og ráðgjafi ráðherra frá 31. mars 2010 til 31. janúar 2012.
    Elías Jón Guðjónsson sinnti störfum upplýsingafulltrúa frá júlí 2009 til loka febrúar 2010.
    Gunnar Tryggvason var aðstoðarmaður ráðherra frá janúar 2012 til loka nóvember 2012.
    Lárus H. Bjarnason sinnti sérverkefnum vegna lífeyrismála frá febrúar til maíloka 2012.
    Kolbeinn Marteinsson var aðstoðarmaður ráðherra frá október 2012 til maíloka 2013.
    Arnar Guðmundsson var aðstoðarmaður ráðherra frá nóvember 2012 til maíloka 2013.