Ferill 294. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 661  —  294. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Val Gíslasyni um fjölda opinberra starfa.

    
     1.      Hafa fjárlög fyrir árið 2014 haft áhrif á fjölda starfa sem undir ráðherra heyra í ráðuneytinu eða stofnunum þess? Ef svo er, hverjar eru breytingarnar og um hve mörg störf er að ræða?
    Við vinnslu svars við 1. tölul. fyrirspurnarinnar var óskað eftir upplýsingum frá stofnunum sem undir ráðuneytið heyra um breytingar á fjölda stöðugilda.

Hæstiréttur Íslands.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að fækka hefur þurft um einn starfsmann á árinu 2014.

Embætti ríkissaksóknara.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að ekki hefði orðið breyting á fjölda stöðugilda á árinu 2014.

Lögregluskóla ríkisins.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að ekki hefði orðið breyting á fjölda stöðugilda á árinu 2014.

Dómstólaráð.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að ekki hefði orðið breyting á fjölda stöðugilda á árinu 2014.

Embætti ríkislögreglustjóra.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að ekki hefði orðið breyting á fjölda stöðugilda á árinu 2014.

Landhelgisgæslan.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að ekki hefði orðið breyting á fjölda stöðugilda á árinu 2014.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að fjölgað hefur um fimm stöðugildi á árinu 2014.

Embætti sérstaks saksóknara.
    Í svari stofnunarinnar kom fram að stöðugildum hjá stofnuninni hefur fækkað um 23, það nær til 13 kvenna og 10 karla. Fækkun er að hluta vegna uppsagna haustið 2013 vegna lækkunar á fjárheimildum ársins 2014 og tímabundinna samninga sem ekki voru framlengdir af því tilefni. Einnig hefur starfsmannavelta leitt til fækkunar þar sem ekki hefur verið ráðið í laus störf vegna lækkunar á fjárheimildum.
     2.      Hvaða áhrif er áætlað að frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015, verði það samþykkt óbreytt, hafi á fjölda starfa sem undir ráðherra heyra í ráðuneytinu eða stofnunum þess? Hverjar eru áætlaðar breytingar og um hve mörg störf er að ræða?
    Svar óskast sundurliðað eftir stofnunum, landshlutum og kyni starfsmanna sem breytingarnar snerta.

    Erfitt er að veita svar við þessum tölulið fyrirspurnarinnar þar sem ársáætlanir ráðuneytis og stofnana liggja ekki fyrir. Þar sem fjárlög komandi árs hafa ekki verið samþykkt og endanleg niðurstaða um fjárveitingar liggur ekki fyrir er erfitt að spá um hvaða áhrif fjárlögin hafa á ráðuneyti og stofnanir.