Ferill 437. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 669  —  437. mál.




Fyrirspurn



til fjármála- og efnahagsráðherra um sölu á eignarhlut
Landsbanka Íslands í Borgun hf.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


1.      Hvaða skýringar hefur ráðherra fengið á því að 31,2% eignarhlutur Landsbanka Íslands í greiðslukortafyrirtækinu Borgun hf. var settur í lokað söluferli? Telur ráðherra söluferlið samræmast eigendastefnu ríkisins gagnvart Landsbankanum?
2.      Hefur ráðherra látið fara fram óháða athugun á því hvort þeir 2,2 milljarðar kr. sem Eignarhaldsfélag Borgunar greiddi fyrir hlutinn séu hæsta verð sem hægt hefði verið að fá fyrir hlutinn? Ef ekki, hyggst ráðherra þá láta fara fram slíka athugun?
3.      Eru uppi áform um að selja einnig 38% eignarhlut Landsbankans í greiðslukortafyrirtækinu Valitor? Ef svo er, er gert ráð fyrir að sá eignarhlutur verði einnig settur í lokað söluferli?


Skriflegt svar óskast.