Ferill 457. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 704  —  457. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hvalveiðar
og verðmæti hvalkjöts og nýtingu.

Frá Katrínu Jakobsdóttur.


     1.      Hvaða gögn liggja fyrir um hversu stórum hluta hverrar veiddrar hrefnu, miðað við þyngd, er að meðaltali kastað í sjó áður en aflanum er landað?
     2.      Hve algengt er að sá hluti hrefnu sem komið er með að landi sé vigtaður eins og skylt er að gera með sjávarafurðir?
     3.      Eru í gildi reglur um vigtun og skrásetningu á þyngd þess hvalafla sem landað er á Íslandi? Ef ekki, hyggst ráðherra setja slíkar reglur?
     4.      Hve mikið af því hvalkjöti sem flutt hefur verið út á þessu ári og því síðasta hefur verið sent aftur hingað? Hvað er gert við það hvalkjöt sem er sent til baka?
     5.      Hve mörg íslensk fyrirtæki stunduðu hrefnuveiðar á Íslandsmiðum á þessu ári og því síðasta?
     6.      Hvert var heildaraflaverðmæti hrefnuveiða hvort ár, hve mörg dýr voru veidd og hvar voru þau veidd?


Skriflegt svar óskast.